Um Selenu Undirfataverslun

Kven­lík­am­inn og vellíðan kvenna er í al­geru aðal­hlut­verki hjá und­irfata­versl­un­inni Selenu. Versl­un­in hef­ur síðustu 28 ár boðið upp á fjöl­breytt úr­val af fal­leg­um og vönduðum und­irfatnaði, sund- og nátt­föt­um og alls kyns auka­hlut­um sem full­komna heild­ar­út­litið.

„Við hjón­in stofnuðum heild­versl­un árið 1988 og meðal þess sem við flutt­um inn voru und­ir­föt sem voru seld til versl­ana um land allt. Mig langaði að gera eitt­hvað stærra og meira og bjóða kon­um upp á betra úr­val þannig við opnuðum Selenu í Kringl­unni árið 1995,“ seg­ir Birna Magnús­dótt­ir, eig­andi Selenu, sem hef­ur rekið versl­un­ina í bláu hús­un­um við Faxa­fen síðustu ár.

„Selena á stór­an og traust­an hóp viðskipta­vina af öll­um kynj­um sem veit fyr­ir hvað versl­un­in stend­ur,“ seg­ir Birna þakk­lát en Selena kapp­kost­ar að veita viðskipta­vin­um sín­um framúrsk­ar­andi þjón­ustu og traust vörumerki á borð við Beachli­fe, Cyell, Coemi, Ewa Bien, Linga Dore, Lascana og Panache, svo ein­hver séu nefnd. 

Lascana minimiser brjóstahaldari

„Allt eru þetta ábyrg fyr­ir­tæki þegar litið er til efn­is­vals, lit­un­ar og fram­leiðslu á undirfatnaði, sund­fatnaði og nátt­fatnaði,“ seg­ir Birna sem er það mikið í mun að konum líði vel og geti notið sín í vör­um frá Selenu.

„Vörumerk­in sem við höf­um átt langt og far­sælt sam­starf við eru fyr­ir­tæki sem eru með frá­bær hönn­un­art­eymi á bak við sig sem fylgja tísku og nýj­um straum­um með áherslu á góð snið og vönduð efni.“

Rétt stærð eyk­ur vellíðan

Und­ir­föt eru und­ir­staðan í vöru­úr­vali hjá Selenu og þá skipt­ir höfuðmáli að hafa fjöl­breytni að leiðarljósi. Birna seg­ir það að velja góðan brjósta­hald­ara í réttri stærð leggja grunn að góðri líðan. Starfs­fólk Selenu legg­ur allt kapp sitt á að finna viðeig­andi snið og stærðir sem henta lík­ama hverr­ar konu og veit­ir henni ánægju og vellíðan í eig­in skinni.

„Við erum alls kon­ar, með ólík­ar þarf­ir og vænt­ing­ar. Því er gott að koma og fá ráðgjöf og aðstoð. Marg­ar kon­ur vita ekki hvaða brjósta­hald­ara­stærð þær nota en það er mjög eðli­legt þar sem lík­am­inn er sí­fellt að taka breyt­ing­um. Kon­ur ganga í gegn­um hin ýmsu skeið í líf­inu og vissu­lega get­ur það haft áhrif á stærðir og snið og það hvaða hald­ar­ar henta hverju sinni,“ 

Versl­un­in Selena býður upp á mæl­ingu og ráðgjöf við valið á hinum full­komnu brjósta­höld­ur­um þar sem stærðirn­ar skipta sköp­um og eru ólík­ar hefðbundn­um fata­stærðum. Starfs­fólk Selenu er sérþjálfað í slík­um mæl­ing­um og marg­ir hverj­ir með ára­tuga­langa starfs­reynslu.

„Sú sem hef­ur stystu starfs­reynsl­una hóf störf hjá okk­ur árið 2018. Enda er þetta mjög gef­andi og skemmti­legt starf, að þjón­usta kon­ur þegar þær eru að velja sér und­ir­föt. Það er fátt skemmti­legra en að versla sér góð og vönduð und­ir­föt. Þetta eru svo fal­leg­ar vör­ur, all­ir lit­irn­ir, blúnd­urn­ar, öll sniðin sem skipta kon­ur svo miklu máli og skemmti­legu smá­atriðin,“ seg­ir hún og bend­ir á að mæl­ing sé í flest­um til­fell­um upp­hafið að traust­um og áreiðan­leg­um sam­skipt­um á milli starfs­fólks Selenu og viðskipta­vina.

Góð og vönduð vörumerki og gott starfs­fólk

„Mæl­ing­in er aðeins byrj­un­in. Í fram­haldi veit­um við þjón­ustu við mát­un og ráðgjöf um snið og stærð. Við erum með fjöl­breytt úr­val í skála­stærðum B til H. Til­efn­in geta líka verið af ólík­um toga og mis­mun­andi eft­ir hverju kon­ur eru að leita og hvaða form hent­ar hverju sinni. Það get­ur verið und­irfata­sett, aðhalds­fatnaður eða ein­hver sér­stak­ur lit­ur,“ seg­ir Birna.

„Við erum með fjöl­breytt úr­val af brjóstahöldurum í hinum ýmsu sniðum og lit­um eft­ir árstíðum. Því ættu flest­ar kon­ur að finna sitt rétta snið í Selenu,“ seg­ir Birna en líkt og fram hef­ur komið eru all­ar gerðir brjósta­hald­ara fá­an­leg­ar í Selenu. „Góður brjósta­hald­ari í réttri stærð og réttu sniði er þægi­leg­ur all­an dag­inn, veit­ir brjóst­um góðan stuðning og get­ur dregið úr álagi á axl­ir og bætt lík­ams­stöðu,“ seg­ir hún og hvet­ur kon­ur til að gefa sér tíma í að velja vel og vera óhrædd­ar við að fá aðstoð hjá starfs­fólki Selenu.

„Um­hirða brjósta­hald­ara skipt­ir líka miklu máli. Handþvott­ur er lyk­ill­inn að góðri end­ingu því brjósta­hald­ar­ar eru viðkvæm hand­verk sem eru sam­an­sett úr ótal ein­ing­um og fín­gerðum blúnd­um.“

Glæsi­leg­ur sund- og strand­fatnaður í öll­um stærðum og gerðum

Um þess­ar mund­ir eru Sundföt kom­in í hús hjá Selenu en úr­valið hef­ur aldrei verið meira. „Með vor­inu hefst sund­fata­tíma­bilið. Við erum með 20 mis­mun­andi aðhalds­sund­boli frá þýska merk­inu Lascana en þeir hafa slegið í gegn hjá okk­ur,“ seg­ir Birna en að auki er gott úr­val af bik­in­íum og tank­iní-sett­um í hinum ýmsu lit­um og stærðum. 

„Úrvalið af strand­fatnaði eykst með hverju ár­inu, sem er skemmti­leg viðbót. Það er gam­an að fara í sólar­fríið í fal­leg­um sund­föt­um og strand­túniku í stíl, sem eru mest notuðu flík­urn­ar í frí­inu,“ seg­ir hún. „Mörg­um kon­um vex það í aug­um að velja sér und­ir­föt og sund­fatnað en við í Selenu ein­setj­um okk­ur að aðstoða kon­ur við að gera það eins auðvelt og hægt er með góðri og nær­gæt­inni þjón­ustu.“   

https://www.mbl.is/frettir/kynning/2023/05/18/rett_staerd_skiptir_ollu_mali/Kynning frá mbl.is

Shopping Cart
Scroll to Top